Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

góður lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 með gott innræti, gott hjartalag
 dæmi: föðurbróðir minn er góður maður
 2
 
 hagstæður (á margan hátt)
 dæmi: tónlistin hafði góð áhrif á börnin
 dæmi: handklæði til sölu á góðu verði
 dæmi: ég fékk góða hugmynd
 dæmi: búðin veitir góða þjónustu
 hafa gott af því að <lesa þessa bók>
 láta gott af sér leiða
 
 gera e-ð sem verður e-m (t.d. öðrum, samfélaginu, náttúrunni) til góðs
 það er gott að <fá sér gönguferð>
 3
 
 mikill
 dæmi: hann tók sér góðan tíma í að lesa yfir samninginn
 dæmi: aflinn var góður í vikunni
 4
 
 flinkur, fær
 dæmi: hann hefur unnið hér í mánuð og er orðinn ansi góður
 vera góður í <frönsku>
 
 kunna frönsku vel
  
orðasambönd:
 hafðu það gott
 
 ég vona að þér liði vel
 vera á góðri leið með að <ná markmiðum sínum>
 
 vera kominn langt áleiðis í því að ..., vera nálægt því að ...
 vera góður með sig
 
 vera sjálfsánægður, montinn
 <þetta er> af hinu góða
 
 þetta er gott
 dæmi: það að hann er fluttur út er bara af hinu góða
 þú átt gott að <kunna finnsku>
 
 þú ert heppinn að kunna finnsku
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík