Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

gefa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 láta (e-n) hafa (e-ð) að gjöf
 dæmi: hann gaf henni hring
 dæmi: þau gáfu afmælisbarninu góða gjöf
 dæmi: mér var gefin þessi bók
 dæmi: henni voru gefnir leðurhanskar
 2
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 veita (e-m) (e-ð)
 dæmi: hann gaf mér leyfi til að skreppa frá
 dæmi: þeir gefa okkur kost á að andmæla
 dæmi: vinnustaðurinn gefur frí í dag
 dæmi: föngunum var gefið frelsi
 3
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 veita (e-m) mat, drykk, næringu, fóðra (e-n)
 dæmi: ég þarf að gefa kettinum
 dæmi: hann gaf gestinum að borða
 dæmi: hún gaf börnunum súpu og brauð
 dæmi: gestunum var gefið vín og snittur
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig
 
 láta undan, bresta, bila
 dæmi: gamla brúin gaf sig undan vörubílnum
 dæmi: vatnsrör gaf sig í frostinu
 dæmi: þessir skór eru farnir að gefa sig
 5
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig á vald <tilfinningunum>
 
 láta tilfinningarnar ná tökum á sér
 6
 
 fallstjórn: þágufall
 gefa sér <þetta>
 
 setja sér þessa forsendu, þessar aðstæður, "setjum svo að ..."
 dæmi: gefum okkur að allir jöklar á landinu bráðni, hvað verður þá?
 7
 
 það gefur <góðan byr>
 
 það er góður byr
 það gefur á bátinn
 
 sjór skvettist yfir bátinn
 8
 
 gefa + að
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig að <þessu>
 
 beina kröftum sínum og tíma að þessu
 dæmi: hún hefur gefið sig alveg að góðgerðarmálum
 9
 
 gefa + af
 
 <jörðin> gefur <lítið> af sér
 
 bújörðin veitir lítinn ágóða eða uppskeru
 10
 
 gefa + á
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig á tal við <hana>
 
 byrja að tala við hann, hefja samræður við hann
 dæmi: ég gaf mig á tal við lögregluþjón
 11
 
 gefa + eftir
 
 gefa eftir
 
 1
 
 láta undan, slaka á (kröfum, reglufylgni)
 dæmi: launþegar ætla ekkert að gefa eftir í samningunum
 2
 
 láta undan, þenjast, teygjast
 dæmi: buxurnar eru þröngar en efnið gefur vel eftir
 gefa <honum> <ekkert> eftir
 
 fallstjórn: þágufall
 vera ekkert verri en hann
 dæmi: hún er góð í skák en hann gefur henni ekkert eftir
 dæmi: ódýru þvottavélarnar gáfu þeim dýru lítið eftir í könnunum
 12
 
 gefa + fram
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig fram
 
 láta vita af sér, koma sér á framfæri
 dæmi: tvö vitni að árekstrinum hafa gefið sig fram
 dæmi: þjófurinn gaf sig fram við lögregluna
 13
 
 gefa + frá
 
 a
 
 gefa frá sér <lykt>
 
 láta frá sér <lykt>
 dæmi: blómin gefa frá sér sæta angan
 dæmi: hvalir geta gefið frá sér hátt hljóð
 b
 
 gefa frá sér <verkefnið>
 
 láta það frá sér, hafna því
 14
 
 gefa + fyrir
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 gefa <mikið> fyrir <hestinn>
 
 borga mikið fyrir hestinn
 dæmi: hvað gáfuð þið fyrir þennan bíl?
 b
 
 gefa <ekki mikið> fyrir <orð hans>
 
 taka lítið mark á orðum hans
 15
 
 gefa + inn
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 gefa <henni> inn lyf
 
 láta hana taka lyf, gefa henni lyf
 16
 
 gefa + í
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 gefa í
 
 auka hraðann (á bíl)
 dæmi: hún gaf í þegar þorpið var að baki
 b
 
 gefa sig í <þetta>
 
 beina kröftum sínum og tíma að þessu
 17
 
 gefa + saman
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa <þau> saman
 
 gifta þau
 dæmi: þau voru gefin saman í lítilli kirkju
 18
 
 gefa + til baka
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 gefa <honum> <smápeninga> til baka
 
 láta hann hafa smápeninga yfir búðarborðið
 dæmi: búðarkonan gaf mér of lítið til baka
 19
 
 gefa + upp
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 gefa <þetta> upp
 
 skýra frá þessu, veita upplýsingar um þetta
 dæmi: maðurinn sem hringdi gaf ekki upp rétt nafn
 dæmi: hún vill ekki gefa upp aldur sinn
 b
 
 gefa upp <tekjur sínar>
 
 greina frá tekjum sínum á skattframtali
 20
 
 gefa + út
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa út <bækur>
 
 annast útgáfu á bókum
 dæmi: bókin er gefin út í stóru upplagi
 gefast
 gefinn
 uppgefinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík