Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

enda so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 taka enda, stoppa, hætta
 dæmi: limgerðið endar við húsvegginn
 dæmi: sagan endar á óvæntan hátt
 dæmi: fótboltaliðið endaði í þriðja sæti keppninnar
 vera að enda við að <klippa runnann>
 
 dæmi: ég var að enda við að búa til kaffi þegar gestirnir komu
 það endar með því að <hann verður rekinn>
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 ljúka (e-u), klára (e-ð)
 dæmi: hann endaði fyrirlesturinn á nokkrum þakkarorðum
 enda ævina <þar>
 
 dæmi: hún endaði ævina í fangelsi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík