Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

festa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 gera (e-ð) fast
 dæmi: ég þarf að festa tölu á skyrtuna
 dæmi: hún festi á sig úrið
 dæmi: myndin er fest á vegginn með límbandi
 dæmi: farþeginn festi bílbeltið
 festa upp <hillur>
 festa blund/svefn
 
 ná að sofna
 festa hugann við <bókina>
 
 einbeita sér að bókinni
 dæmi: hún gat ekki fest hugann við heimadæmin
 festa kaup á <litlum seglbát>
 
 kaupa lítinn seglbát
 festa <brúðkaupið> á filmu
 
 taka mynd af brúðkaupinu
 2
 
 það festir (ekki) snjó
 
 snjóinn tekur alltaf upp, fer fljótt aftur
 dæmi: það hefur varla fest snjó hér í vetur
 festast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík