Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fjúka so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 vera blásið burt í vindi
 dæmi: sandurinn fýkur yfir veginn
 dæmi: laufin fuku út um allt
 dæmi: hatturinn fauk út í buskann
 2
 
 það fýkur í sporin
 
 snjór fýkur til og fyllir sporin
 3
 
 láta <þetta> fjúka
 
 segja þetta, láta þetta flakka
 dæmi: hún lætur allt fjúka við vinkonu sína
 4
 
 láta <hana> fjúka
 
 reka hana úr starfi
 dæmi: tólf manns voru látnir fjúka hjá fyrirtækinu
 5
 
 það fýkur í hann
 
 hann reiðist
 dæmi: það fauk illilega í mig við orð hans
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík