Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hreyfa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 færa (e-ð) úr stað, koma (e-u) á hreyfingu
 dæmi: hann reyndi að hreyfa meidda handlegginn
 dæmi: síminn hringdi en hún hreyfði sig ekki
 dæmi: ég hreyfði vísana á klukkunni
 hreyfa hvorki legg né lið
 
 hreyfa sig ekkert; vera aðgerðarlaus
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 hreyfa sig
 
 hreyfa líkamann (til að reyna á hann og þjálfa), ganga, synda o.s.frv.
 dæmi: ég hreyfi mig reglulega
 dæmi: læknirinn skipaði honum að hreyfa sig meira
 3
 
 hreyfa við <þessu>
 
 breyta þessu, raska því
 dæmi: það hefur verið hreyft við pappírunum á borðinu mínu
 dæmi: hann gætti þess að hreyfa ekki við neinu á vettvangi glæpsins
 4
 
 frumlag: það
 fallstjórn: þolfall
 það hreyfir ekki vind
 
 það er enginn vindur, það er logn
 dæmi: veður var hlýtt og varla hreyfði vind
 5
 
 fallstjórn: þágufall
 hreyfa <þessari hugmynd>
 
 koma með, nefna þessa hugmynd
 hreyfast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík