Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

nógur lo info
 
framburður
 beyging
 sem nægir, hæfilega mikill
 dæmi: við eigum nóga peninga fyrir flugferðinni
 dæmi: eru nógir blýantar handa öllum nemendum?
 fá nóg af <þessum hávaða>
 hafa nóg að gera
 <eiga> nóg af <fötum>
  
orðasambönd:
 vera sjálfum sér nógur
 
 hafa litla þörf fyrir félagsskap eða hjálp annarra
 <henni> er nóg boðið
 
 henni finnst að ekki megi ganga lengra
 dæmi: honum var nóg boðið, hann gekk út og skellti hurðinni
 <honum> þykir nóg um <þetta>
 
 honum finnst þetta of mikið
 dæmi: mér þótti nóg um hvað hann talaði lengi um vandamál sín
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík