Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

nótt no kvk
 
framburður
 beyging
 dimmi tíminn milli kvölds og morguns
 <skipin sigldu> að nóttu til
 <ég á erfitt með að vaka> á nóttunni
 <vakna alltaf upp> á næturnar
 <veislan stóð> fram á nótt
 <ég gat ekkert sofið> í (alla) nótt
 <hann kemur> í nótt
 <ég vakti lengi> í nótt sem leið
 <vera andvaka> lengi nætur
 <hrökkva upp> um miðja nótt
 <það byrjaði að gjósa> um nóttina
 það dimmir af nótt/nóttu
  
orðasambönd:
 leggja nótt við dag
 
 vinna allan sólarhringinn
 tjalda lengur en til einnar nætur
 
 gera eitthvað sem endist lengur en skamma hríð
 það er ekki öll nótt úti
 
 það er enn von
 <verða fátækur> á einni nóttu
 
 ... skyndilega
 <laumast burt> í skjóli nætur
 
 ... um nótt (þegar enginn sér til)
 <þessi yfirlýsing> kemur eins og þjófur á nóttu
 
 ... kemur óþægilega á óvart
 <þræla> nótt sem nýtan dag
 
 vinna endalaust hörðum höndum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík