Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vegur no kk
 
framburður
 beyging
 braut milli staða, akbraut
 [mynd]
  
orðasambönd:
 færa <allt> á verri veg
 
 túlka allt á neikvæðan hátt
 færa <allt> til verri vegar
 
 túlka allt á neikvæðan hátt
 færa <reksturinn> til betri vegar
 
 bæta hann, koma honum í betra horf
 hafa veg og vanda af <verkinu>
 
 hafa það með höndum, framkvæma það
 koma í veg fyrir <átök>
 
 hindra ...
 koma <þessu> til vegar
 
 áorka því
 komast til vegs og virðingar
 
 verða mikils metinn
 ryðja <andstæðingum sínum> úr vegi
 
 losa sig við andstæðinga sína
 segja/vísa <honum> til vegar
 
 útskýra rétta leið fyrir honum
 standa í vegi fyrir <samkomulagi>
 
 koma í veg fyrir ...
 vera í þann veginn að <gefast upp>
 
 vera alveg að gefast upp, vera að því kominn að gefast upp
 vera <vel> á veg kominn (með <verkið>)
 
 vera kominn nokkuð áleiðis ...
 vera <illa> á vegi staddur
 
 standa illa
 verða á vegi <hans>
 
 rekast á hann á förnum vegi
 virða <þetta> til betri vegar
 
 túlka þetta ekki neikvætt
 víkja úr vegi
 
 færa sig til hliðar
 það er ekki úr vegi að <rifja upp gamla sögu>
 
 það er ástæða til að ...
 það er <ýmislegt> í veginum
 
 það er ýmislegt til hindrunar
 það eru ljón á veginum
 
 það eru hindranir á leiðinni
 það má til sanns vegar færa
 
 það má segja að það sé satt, sannleikur
 þetta er ekki vinnandi vegur
 
 þetta er ekki hægt, ekki mögulegt
 <ferðast> á eigin vegum
 
 skipuleggja sína ferð sjálfur
 <svara> á þann veg
 
 svara þannig
 <það má gera þetta> á <tvo> vegu
 
 ... með tvennu móti, á tvenns konar hátt
 <verkið> er <vel> á veg komið
 
 verkið er komið nokkuð langt
 <honum> eru allir vegir færir
 
 hann getur allt
 <þetta> fór á <annan> veg
 
 þetta endaði öðruvísi en ætlað var
 <ganga> í veg fyrir <hana>
 
 ganga þvert fyrir framan hana
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík