Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

öryggi no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það að vera öruggur
 dæmi: börnin alast upp í ást og öryggi
 dæmi: hann óttast um öryggi fjölskyldunnar
 gæta öryggis
 tryggja öryggi <farþeganna>
 <læsa dyrunum> til öryggis
 2
 
 örugg framkoma, sjálfsöryggi
 dæmi: leikkonan túlkaði hlutverkið af miklu öryggi
 3
 
 búnaður í rafkerfi til að rjúfa straum við of mikið álag
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík