Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

brestur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 brakandi hljóð
 dæmi: það heyrast háir brestir í bálinu
 brak og brestir
 
 dæmi: vagnarnir ruku áfram með braki og brestum
 það kveður við brestur
 
 það heyrist hljóð eins og þegar ís eða plast springur
 2
 
 galli, veikleiki
 dæmi: láttu bresti náunga þíns verða þér víti til varnaðar
 3
 
 sprunga, rifa
 dæmi: hann sá enga bresti í ísnum
 dæmi: það kom brestur í skálina
 4
 
 gamalt
 skortur, vöntun
  
orðasambönd:
 berja í brestina
 
 laga gallana, bæta það sem er ekki í lagi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík