Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

breyta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 gera (e-ð) öðruvísi en áður
 dæmi: þeir breyttu búðinni í veitingastað
 dæmi: þú getur ekki breytt því sem orðið er
 dæmi: þessi happdrættisvinningur breytir engu fyrir mig
 breyta út af venjunni
 
 dæmi: hún breytti út af venjunni og hjólaði í vinnuna
 2
 
 hegða sér (e-n veginn)
 dæmi: hann reynir að breyta rétt
 dæmi: við elskum guð og breytum eftir boðorðum hans
 3
 
 breyta + til
 
 breyta til
 
 gera e-ð eða hegða sér öðruvísi en vanalega
 dæmi: ég ákvað að breyta til og fara í leikhús
 dæmi: hann breytti svolítið til í stofunni
 4
 
 breyta + um
 
 breyta um <skoðun>
 
 skipta um <skoðun>
 dæmi: trén breyta um lit á haustin
 dæmi: flokkurinn er stöðugt að breyta um stefnu
 breytast
 breyttur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík